PVC gluggar

Gluggatækni býður upp á sérsmíðaða glugga og hurðir úr PVC frá Rehau sem er einn stærsti framleiðandi á PVC prófílum í Evrópu. Hönnunin á líkir eftir hefðbundnum timburglugga og því henta gluggarnir og hurðirnar vel bæði í nýbyggingar og í endurbætur á húsum.

Af hverju ætti ég að velja PVC glugga?

  1. Henta íslenskum aðstæðum: Rehau Nordic Plus prófílakerfið er CE merkt og slagregnsprófað fyrir íslenskar aðstæður

  2. Endingargóðir: PVC gluggarnir okkar eru gerðir til að endast. Þeir ryðga ekki eða tærast og eru framleiddir undir ströngu gæðaeftirliti

  3. Góð einangrun: PVC gluggar veita góða einangrun og henta íslenskri veðráttu vel

  4. Viðhaldslitlir: Ekkert er viðhaldsfrítt, en einfalt er að þrífa og viðhalda PVC gluggum og einnig þarf ekki að mála þá.

  5. Hagkvæmir: PVC gluggar eru hagkvæmur valkostur þegar kemur að vali á gluggum og eru oft ódýrari en timbur og ál-tré gluggar.