Skilmálar

Tilboð gildir í 15 daga frá dagsetningu. Tilboð miðast við afhendingu á lager Gluggatækni við Stórhöfða 33.

Við tilboðsútreikning er miðað við sölugengi dagsins á EUR hjá Seðlabanka Íslands. Veikist gengi íslensku krónunnar gagnvart evru um meira en 2% áskilur Gluggatækni sér rétt til að endurreikna miðað við gengi við komudagsetningu.

Tilkynning um galla verður að berast skriflega innan 3 daga frá afhendingu vörunnar. Aðeins það sem kemur fram á framleiðsluteikningum framleiðanda er innifalið í tilboðinu.

Til að samningur komist á þarf að greiða 25% af heildarupphæð við staðfestingu pöntunar. Eftirstöðvar greiðast áður en vara er afhent nema ef um annað hafi verið samið.

Geymslugjald reiknast 7 dögum eftir tilkynningu um komu vörunnar á lager. Geymslugjald á einu eurobretti er 1.000 kr á dag.